Innlánastofnanir veittu alls 140 íbúðalán fyrir í nýliðnum apríl. Það er fimm lánum minna en mánuðinum á undan, og hafa nú lán dregist saman um 80% á einu ári. Í Vegvísi Landsbankans segir að ný íbúðalán hjá innlánastofnunum í apríl hafi numið milljarði króna, en Íbúðalánasjóður hafi hins vegar lánað út alls 4,2 milljarða.

Útlán Íbúðalánasjóðs í apríl voru meiri en mánuðinu tvo á undan, og ámóta útlánum í janúar. Vegvísir segir þetta endurspegla erfitt að aðgengi lánsfjár hjá innlánastofnunum.