Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í janúar námu rúmlega 4,5 milljörðum króna, sem er ríflega 6% aukning frá janúar 2007.

Þar af voru tæplega 3,5 milljarðar króna vegna almennra útlána en leiguíbúðalán námu rúmum einum milljarði króna. Meðallán almennra útlána var um 9,7 milljónir króna og hafa þau hækkað um tæp 12% frá fyrra mánuði.

Ef miðað er við sama tíma í fyrra þá hafa meðallán almennra útlána hækkað um rúmlega 2%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .