Íbúðalánasjóður hyggst nú selja leigufélagið Klettur ehf. Klettur er dótturfélag Íbúðalánasjóðs og rekur um 450 íbúðir víðs vegar um landið.

Að sögn Hermanns Jónassonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs, miðar söluferlið að því að hámarka virði eignanna í samræmi við forsendur sem fyrir lágu við stofnun félagsins.

Klettur ehf. var stofnað í janúar 2013, en þá voru meginmarkmið stofnunarinnar þau að losa um eignarhald Íbúðalánasjóðs á fasteignum og aðskilja frá rekstri sjóðsins, og hins vegar að koma til móts við vilja stjórnvala um að auka framboð á húsnæði til langtímaleigu.

Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur verið ráðið til að sjá um söluna, en unnið er að nánari útfærslum á skilmálum sölu félagsins.