*

miðvikudagur, 23. október 2019
Innlent 10. október 2019 16:19

Iceland Seafood hækkar mest

Heildarviðskipti dagsins nam 3,2 milljörðum en Icelandair hækkaði mest innan OMXI10.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,33% og stendur nú í 1.892,03 stigum en heildarviðskipti dagsins nam 3,2 milljörðum króna.

Mest hækkuðu bréf Iceland Seafood International eða um 2,77% í viðskiptum fyrir 157 milljónir króna og standa bréf félagsins nú í 10 krónu hvert. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um nú á dögum hyggst félagið skrá sig á aðalmarkað en félagið er nú á First North markaðnum.

Næst mest hækkuðu bréf Icelandair eða um 1,36% og standa bréf félagsins í 5,95 krónum en þau hafa lækkað um 7,56% í liðinni viku. Þriðja mest hækkun var á bréfum Haga sem hækkaði um 0,9% og standa nú í 39,35 krónum hvert.

Alls lækkuðu 11 félög á markaðnum í dag en mest lækkun var á bréfum Brim, áður HB Grandi, eða um 1,28% og standa bréf félagsins nú í 38,7 krónum. Félagið hlaut Umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrr í vikunni. Þar næst lækkuðu bréf Festi um 1,26% í viðskiptum fyrir 180 milljónir og standa bréf félagsins nú í 118 krónum.