Breska verslunarkeðjan Iceland, sem er meðal annars í eigu Baugs og eignarhaldsfélagsins Fons, hefur haldið markaðshlutdeild sinni á síðustu tólf vikum, samkvæmt upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu TNS.

Markaðshlutdeild Iceland er 1,5%, samanborið við 31,6% hjá matvöruverslunarrisanum Tesco, sem er stærsta fyrirtækið á breska markaðnum. Iceland er minnsta fyrirtækið í mælingum TNS.

Tesco jók markaðshlutdeild sína í 31,6% úr 31,4% á síðustu tólf vikum. Markaðshlutdeild ASDA-verslunarkeðjunnar, sem er í eigu bandaríska félagsins Wal Mart, dróst lítillega saman í 16,6% úr 16,7%.

Sainsbury er með 16% markaðshlutdeild, Morrison með 11% og Somerfield með 4,4%, en Somerfiled er meðal annars í eigu Kaupþings banka. Baugur gerði tilraun til að taka þátt í kaupunum á Somerfield en varð að hætta við verkefnið vegna Baugsmálsins.