Í ársbyrjun 2005 samdi Icelandair Group um kaup á 787 Dreamliner en félagið á nú fimm vélar í pöntun. Til stóð að afhenda tvær þeirra árið 2010, aðrar tvær árið 2012 og eina árið 2013.

Eins og fram hefur komið verður fyrstu vélinni reynsluflogið í dag en það er rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Því er ljóst að einhver töf verður á afhendingu til Icelandair Group. Óvísst er hve löng hún verður. Það mun þó ekki hafa mikil áhrif á rekstur félagsins þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir vélunum í rekstri samstæðunnar.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins munu munu vélarnar að öllum líkindum verða nýttar í leiguflug og þannig leigðar út frá félaginu. Ekki er gert ráð fyrir þeim í núverandi ætlunarleiðum Icelandair (rétt er að gera hér greinarmun á Icelandair og móðurfélaginu Icelandair Group sem rekur 69 vélar).