*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 26. janúar 2017 08:08

Icelandair Group efst á lista

Efst á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki trónir Icelandair Group. Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Efst á lista Creditinfo hf. yfir framúrskarandi fyrirtæki fyrir árið 2016 trónir Icelandair Group hf., en þar á eftir koma Samherji hf., Icelandair ehf. og Marel hf.

Veitti Creditinfo framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í gær á Hilton Reykjavík Nordica fyrir rekstrarárið 2015, og hlutu Þorbjörn hf., Fálkinn og Grillmarkaðarinn sérstakar viðurkenningar úr hendi Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra.

Með Viðskiptablaðinu í dag fylgir sérstakt blað um þessi framúrskarandi fyrirtæki,

„Í ár fengu 624 fyrirtæki viðurkenningu, um 1,7% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Þau fyrirtæki sem komast á lista framúrskarandi fyrirtækja eiga það sameiginlegt að vera með sterkar stoðir og stöðugleika í sínum rekstri. Þau eru jafnframt líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta,“ segir í fréttatilkynningu Creditinfo.

Stikkorð: Icelandair Group Marel Creditinfo