Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 2,77% í talsverðri veltu með bréfin í viðskiptum upp á um hálfan milljarð króna í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) um 2,31%. Þá hækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 1,27%, VÍS um 1,09% og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,08%. Gengi hlutabréfa Haga hækkaði svo um 0,87% og Marel um 0,72%

Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa Vodafone um 1,37%. Gengi hlutabréfa Vodafone stóð í 32,3 krónum á hlut í lok dags. Það er 10 aurum meira en í lok fyrsta viðskiptadags með hlutabréf félagsins.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,05% og endaði hún í 1.163 stigum. Heildarveltan með hlutabréf nam tæpum 1,2 milljörðum króna í 157 viðskiptum.