*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 10. júlí 2020 16:02

Icelandair hækkaði mest

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu mest í viðskiptum dagsins eða um 5,75% æu 4 milljón króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 5,75% í 4 milljón króna viðskiptum. Næst mest hækkun var hjá Sjóvá en félagið hækkaði um 2,50% í 14 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði Kvika um 2,22% í 226 milljóna króna viðskiptum. Önnur félög sem hækkuðu voru Arion banki og Brim og hækkuðu þau um 1,26% og 1,49% í 50 milljóna króna viðskiptum hvort.

Reitir lækkuðu mest í viðskiptum dagsins eða um 2,97% í 62 milljóna króna viðskiptum. Hagar lækkuðu næst mest eða um 2,04% í 19 milljóna króna viðskiptum. Önnur félög lækkuðu um og yfir 1%.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 0,33% og nam heildarvelta á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta um 525,4 milljónum króna.