*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 19. nóvember 2019 14:31

Icelandair hækkar um 8%

Töluverð viðskipti hafa verið með hlutabréf Icelandair í Kauphöllinni og félagið hækkað um 8% í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur stýrt félaginu í ólgu sjó síðustu missera.
Eva Björk Ægisdóttir

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur hækkað um 8% það sem er af er viðskiptadegi í Kauphöllinni í dag. Samtals hafa hlutir fyrir 275 milljónir króna skipt um hendur og samkvæmt Kauphallarupplýsingum á vefnum Keldan hafa 31 viðskipti átt sér stað. 

Gengi Icelandair var skráð 7,7 krónur þegar þetta er skrifað. 

Icelandair hefur ekki verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum í dag og þar af leiðandi ekki hægt að rekja hækkunina til nýrra frétta af félaginu. 

Að öðru leiti einkenna rauðar tölur viðskipti með hlutabréf í dag. Verð 13 félaga hafa lækkað í verði en aðeins þrjú hafa hækkað. Velta nemur 2,2 milljörðum króna það sem af er degi. 

Stikkorð: Kauphöll Icelandair