Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,42% í viðskiptum dagsins. Vísitalan stendur nú í 1.729,14 stigum og hefur því lækkað um 8,04% á árinu. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,01% en hefur samt sem áður hækkað um ríflega 6,51% á árinu.

Lítil velta var á markaðnum í dag, en hún nam alls 1,1 milljarði króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf aðeins um 234 milljónir króna. Í þessum viðskiptum lækkaði Icelandair um 1,46% í 15,5 milljón króna veltu, VÍS um rúmt 1% í 13,6 milljón króna veltu og Eik um 1% í rúmlega 3 milljón króna veltu.

Flest önnur félög lækkuðu lítillega eða hreyfðust ekkert. Eina hækkunin var á bréfum Fjarskipta, en þau hækkuðu um 0,59% í 64,8 milljón króna veltu.