Það var rauður dagur í Kauphöllinni í dag og um hádegisbil höfðu bréf í öllum fyrirtækjum lækkað frá opnun markaða í morgun.

Við lokun markaða höfðu þó Icelandair og Reginn náð að rétta örlítið úr kútnum. Icelandair hækkaði um 0,27% í 419 milljóna króna viðskiptum. Reginn hækkaði um 0,45% en viðskiptin námu ekki nema 7 milljónum króna. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum lækkuðu.

Hlutabréf í Össurri lækkuðu mest, eða um 1,72% og var velta með bréf félagsins 24 milljónir króna. Eimskip lækkaði um 1,16% í 127 milljóna króna viðskiptum.