*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 16. nóvember 2004 09:12

Icelandair ætlar að ráða 42 flugmenn

Ritstjórn

Icelandair ætlar að ráða 42 flugmenn í vetur og er það fyrst og fremst vegna aukningar í fraktflugi og viðbót í áætlunarflugi næsta sumar. 11 menn hófu námskeið á B-757/767 hjá félaginu í síðustu viku og er það fyrsti hópurinn. Í frétt inni á heimasíðu íslenskra atvinnuflugmanna kemur fram að mikil hreyfing er á flugmönnum milli félaga þessa mánuðina, enda uppgangur hjá öllum íslensku flugfélögunum.