*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 20. janúar 2017 16:39

Iðjagrænt í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,39% í viðskiptum dagsins en ekkert fyrirtæki lækkaði í verði í kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland, hækkaði um 1,39% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.714,26 stigum. Hlutabréfaviðskipti dagsins námu rétt tæpum 3,5 milljörðum íslenskra króna.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,21% í 2,7 milljarða króna viðskiptum. Hækkaði hún í 1.249,29 stig.

Ekkert fyrirtæki lækkaði í verði í viðskiptum dagsins, en gengi bréfa Icelandair Group hækkaði langmest, eða um 3,66% í viðskiptum dagsins. Er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 22,65 krónur við lok viðskipta.

Næst mest hækkuðu hlutabréf Sjóvá Almennra í verði, eða um 3,13% í 389 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 16,45 krónur.