Þrátt fyrir að sænska hagkerfið hafi orðið hart fyrir barðinu á niðursveiflunni á heimsvísu hefur verð á hlutabréfum í  Stokkhólmi  hækkað hressilega í ár.

Þetta kemur fram í umfjöllun IFS Greiningar um sænska hlutabréfamarkaðinn en IFS segir hækkunina skýrast að hluta til af því að mörg hlutabréfanna séu alþjóðleg fyrirtæki sem ekki eru mjög háð sænsku efnahagslífi.

Þá segir IFS að  fjármálafyrirtæki séu nokkuð stór á markaðnum og þau hafi hækkað hressilega í verði á mörkuðum undanfarið.

Í ár er spáð 4,4% samdrætti í Svíþjóð en 2,5% hagvexti árið 2010. Atvinnuleysi verður 10,1% á árinu 2010 skv. spám.