Útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn nái hreinum meirihluta í bresku þingkosningunum, en talningu þar ytra er nú nánast lokið. Samkvæmt spá BBC News mun flokkurinn nú fá 328 þingsæti af þeim 650 sem í boði eru, en verði það niðurstaðan mun hann einn fara með ríkisstjórn landsins.

Skoski þjóðarflokkurinn virðist einnig ætla að verða sigurvegari kosninganna að visslu leyti, þar sem hann fær að líkindum 56 af 59 þingsætum Skotlands í breska þinginu. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar þurrkast því næstum út í skosku deildinni.

Samkvæmt spá BBC mun Íhaldsflokkurinn ná 329 þingsætum, Verkamannaflokkurinn 235 sætum, Frjálslyndir demókratar átta sætum, Skoski þjóðarflokkurinnn 56 sætum, Breski sjálfstæðisflokkurinn einn og aðrir 23 sæti.