Seðlabanki Indlands ákvað í dag að hækka stýrivexti í landinu til að sporna við aukinni verðbólgu.

Verðbólga á Indlandi mælist nú 11% og hefur ekki verið hærri í 13 ár. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í dag upp í 8,5% en hafði fyrir tveimur vikum hækkað vexti um 25 stig eða upp í 8%.

Fréttavefur BBC greinir frá en hafa skal í huga að Seðlabanki Indlands mælir verðbólgu vikulega samkvæmt frétt BBC.