Samkvæmt spám Sameinuðu þjóðanna mun Indland verða fjölmennasta land heims fyrr en spáð var fyrir um, árið 2022 í stað ársins 2028.

Kína er um þessar mundir fjölmennasta land heims þar býr 1,38 milljarður manns, en á Indlandi búa 1,31 milljarður. Eftir sjör ár er spáð því að íbúatala verði 1,4 milljarður í báðum löndum. Þar á eftir er spáð að Indverjar verði 1,5 milljarður árið 2030 og 1,7 milljarður árið 2050. Hins vegar er spáð því að íbúafjöldi Kína breytist lítið fram á fjórða áratug þessarar aldar þegar hann mun dragast saman.

Talið er að íbúafjöldi jarðarinnar muni vaxa úr 7,3 milljörðum núna í 9,7 milljarða fyrir árið 2050.