Stjórn Geðhjálpar hefur tekið tilboði sendiráðs Indlands í hús félagsins sem stendur á horni Túngötu og Garðastrætis í póstnúmeri 101 í Reykjavík. Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, segir að nokkur tilboð hafi borist í húsnæðið og ákveðið hefði verið að taka tilboði sendiráðsins. Hann vill ekki upplýsa um kaupverðið.

Uppsett verð var 165 milljónir króna. Húsið er 560 fermetrar, byggt af Gísla J. Johnsen kaupmanni og teiknað af Einari Erlendssyni. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins buðu indversk stjórnvöld 189 milljónir í húsið og voru með langhæsta tilboðið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .