Hollenski bankinn ING Bank mun líklega hætta við að selja breska verðbréfafyrirtækið Williams de Broe, samkvæmt fréttum í hollenskum fjölmiðlum.

Forstjóri bankans, Cees Maas, sagði hollenskum fjölmiðlum að nokkrir hugsanlegir kaupendur hefðu sýnt Williams de Broe áhuga. Hins vegar taldi hann það líklegt að ING myndi hætti við söluna.

Kaupþing banki og Landsbanki Íslands hafa verið orðaðir við Williams de Broe en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa hvorugur bankinn áhuga á að kaupa félagið, sem er metið á 30-40 milljónir punda.