Hugmyndir um að sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands hafa ekki verið ræddar innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins, með formlegum hætti.

Búast má við að þær verði ræddar á þingflokksfundi sem hefst kl. 16 í dag.

Geir H. Haarde forsætisráðherra viðraði mögulega sameiningu SÍ og FME við fjölmiðla í gærkvöld. Verði af slíkri sameiningu þýðir það breytingu á yfirstjórn þessara stofnana.

Hugmyndir um sameiningu þessara tveggja stofnana hafa verið ræddar innan þingflokks sjálfstæðismanna, með óformlegum hætti, sem möguleg framtíðarskipan. Ekki hefur þó verið rætt um þær sem lausn sem fara eigi í strax á næstu vikum.