Ingi Fjalar Magnússon hefur tekið við starfi þróunarstjóra hjá Applicon. Meðal helstu verkefna hans er umsjón með þróunarverkefnum Applicon og að stýra nýstofnaðri verkefnastofu fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Applicon en Applicon er í eigu samstæðu Nýherja.

Í tilkynningunni kemur fram að markmiðið með stofnun verkefnastofu er að auka gæðaeftirlit enn frekar og skerpa á núverandi verkstjórnunarferli.

„Með þessum hætti hyggst fyrirtækið stuðla að enn betri þjónustu fyrir viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni.

Ingi starfaði áður hjá Nordea banka í Ósló í Noregi. Hann lauk tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og tók MBA gráðu frá Norwegian School of Management. Þá lauk hann PMP (Project Management Professional) gráðu í verkefnastjórnun frá PMI stofnuninni.

Ingi er kvæntur Sólveigu Margréti Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn.