Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, heldur til Vestfjarða 11. ágúst. Þar mun hún eiga fundi með m.a. Fjórðungssambandi Vestfirðinga og framkvæmdastjórum sveitarfélaga.

Rædd verða málefni Norðurslóða og þeir möguleikar sem felast í auknum samskiptum og þjónustu við Austur-Grænland, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá þykir víst að byggða-, atvinnu- og háskólamál muni bera á góma. Utanríkisráðherra fór til Grænlands fyrr í sumar og þar voru málefni Norðurslóða rædd.

Heimsókninni lýkur sama dag og hún hefst, um kvöldmatarleytið.