Í smáskilaboðum sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, sendi Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra 2. október 2008 kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að „eftir umhugsun" vilji Ingibjörg leggja eftirfarandi texta inn hjá Geir: „[É]g hef lengi heyrt umtalsverda gagnryni ur fjarmalageiranum á ad SI sé ekki faglega sterkur a svidi fjarmalastodugleika og hafi nu ordid faa innanbudar sem thekki til a lanamorkudum sbr. thad sem gerdist hjá Bayerische Landesbank. Hugsanlega tharf rikisstjornin ad styrkja sina adkomu. Bendi a Ynga Örn [Kristinsson innsk. blm.] i Lsb. Gerdu svo Má Gudmundsson ad Sedlabankastjora i stad DO. Thad mun thykja traust. Hann hefur samböndin. Ég held ad thetta sé ákv ögurstund. Kv Isg[.]“

Már Guðmundsson var síðar skipaður Seðlabankastjóri Íslands, en þó eftir að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafði tekið völdin, í byrjun árs í fyrra.