Init ehf., sem þjónustar Jóakim, kerfi sem heldur meðal annars utan um iðgjaldainnheimtu lífeyrissjóða, hagnaðist um 79,6 milljónir króna á síðasta ári. Batnaði afkoman um 17 milljónir þó að tekjur hefðu dregist saman um sex milljónir. 63,5 milljónir voru greiddar í arð til hluthafa og er það á pari við síðasta ár.

Sala til Init – reksturs ehf., félags í eigu hluta hluthafa, nam tæpum 24 milljónum króna en greiðslur þar á milli hafa lækkað undanfarin ár. Það félag greiddi rúma milljón í arð vegna síðasta rekstrarárs. Eignir fyrrnefnda félagsins eru metnar á 146 milljónir rúmar og er eigið fé jákvætt um 82 milljónir tæpar. Skuldir eru 65 milljónir.