Innflutningur á sjónvörpum dróst saman um 85% í október sl. frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Innflutningur á þvottavélum dróst saman um 70% í sama mánuði.

Ef horft er til þriggja mánaða, ágúst-október, er samdráttur í innflutningi á sjónvörpum 78% og 52% á  þvottavélum.

Á fyrstu þremur mánuðum ársins var samdráttur mun minni, eða 20% á þvottavélum og 29% á sjónvörpum.

Samdráttur í innflutningi á bílum hefur einnig verið mjög mikill og vaxandi, eða yfir 90% samkvæmt nýjustu tölum. Meginskýringin á samdrættinum er fallandi gengi krónunnar, en erlendar myntir hafa um það bil tvöfaldast í verði frá því í fyrra.