Í vetur er ætlunin að kynna Ísland fyrir loðdýrabændum á hinum Norðurlöndunum með það í huga að fá þá til að flytjast hingað til lands með sinn búskap og fjölskyldur. Er þetta í tengslum við aukna uppbyggingu í minkarækt á Íslandi sem er samvinnuverkefni Fjárfestingarstofu (Invest in Iceland), Samband íslenskra loðdýrabænda, Útflutningsráðs Íslands, Bændasamtaka Íslands og landbúnaðarráðuneytisins. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.