“Ef þú hefur þegar lagt inn fé á innlánareikninginn Icesave eða Kaupthing Edge, þá tel ég ekki að það sér ástæða fyrir þig að hafa of miklar áhyggjur. Svo það sé ítrekað, báðir þessir bankar [Kaupþing [ KAUP ] og Landsbankinn [ LAIS ]] hafa hæsta Aa3 lánshæfismat.”

Þannig skrifar skrifar Jane Baker í ítarlegri grein á fool.co.uk en það er vinsæl bresk vefsíða þar sem fjallað er um er fjallað um fjármál einstaklinga frá neytendasjónarmiðum., en í henni er fjallað um hvort tryggt sé að leggja sparnað sinn á innlánsreikninga íslensku bankanna

“Og ef út í það er farið,” heldur Baker  áfram, “þá eru innlán þessar banka [Kaupþings og Landsbanka] tryggð með svipuðum hætti og innlán breskra banka af tryggingarsjóði fjármálafyrirtækja (Financial Services Compensation Scheme). Icesave og Kaupthing Edge njóta tryggingar sams konar sjóðs á Íslandi og þar eru fyrstu 15 þúsund pundin tryggð að fullu. En sparifjáreigendur hafa auk þess tryggingu FSC sem tryggir að fullu fyrstu 35 þúsund pundin að frádreginni mögulegri greiðslu frá íslenska sjóðnum. Með öðrum orðum, þá er sparifé á innlánsreikningum þessar tveggja íslensku banka tryggt með nákvæmlega sama hætti og innlánin hjá bresku bönkunum.”

Baker segist að vísu ekki undrast að fólk sé almennt órólegra vegna sparnaðar sín enda ekki langt liðið síðan að Northern Rock lent í hremmingum en bendir jafnframt á að útlánhætta íslensku bankanna sé mjög lág og að þeir hafi jafngilt lánhæfismati á við Abbey, Alliance & Leicester, Bradford & Bingley, ICICI og Standard Life Bank.

Þannig sé hættan að anna hvor bankanna lendi í greiðsluerfiðleikum er ákaflega lítil. Á Íslandi samsvari Landsbankin og Kaupþing stóru breskum bönkunum fjórum og rétt eins og Engladsbanki myndi koma þeim til hjálpar sem lánveitandi til þrautavara myndi íslenska ríkið gera slíkt hið sama fyrir íslensku bankana.