Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við Hæstarétt Íslands, stundaði umfangsmikil hlutabréfaviðskipti stuttu fyrir efnahagshrun. Markús átti meðal annars í sjóðum sem keyptu og seldu hlutabréf í stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal í íslensku viðskiptabönkunum. Frá þessu er greint í frétt Vísis .

Fréttastofa RÚV segir að engin gögn hafi fundist um viðskipti Markúsar í nefnd um dómarastörf. Dómurum beri að tilkynna nefndinni um viðskipti að virði meira en þriggja milljóna króna . Þar kemur einnig fram að hann hafi selt hlutabréf fyrir 44 milljóna króna og hafi í kjölfarið fjárfest í gegnum einkabankaþjónustu Íslandsbanka fyrir tæpar 60 milljónir króna.

Markús hefur dæmt í málum sem tengdum félögum á markaði án þess að víkja úr sæti. Til að mynda innleysti Markús á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun, samkvæmt frétt Vísis.

Fréttastofa 365 hefur undir höndum gögn frá slitastjórn Glitnis.