Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði var innvigtun mjólkur í nóvember 8,8 milljónir lítra en það er 1,15 milljónum lítrum meira en í nóvember í fyrra eða sem svarar um 15% aukningu á milli ára. Þess ber þó að geta að fleiri innvigtunardagar voru í nóvember í ár og eftir leiðréttingu vegna þeirra, nemur aukningin um 7%.

Það sem af er verðlagsárinu er innvigtunin orðin 25,5 miljónir lítra sem er 2,1 milljón lítrum meira en á sama tímabili fyrir ári, sem er aukning um 9%.