Sænska fjármálafyrirtækið Invik, sem er í eigu íslenska fjárfestingarfélagsins Milestone, var rekið með 1,1 milljarða sænskra króna hagnaða á fyrsta fjórðungi ársins sem samvarar um 14 milljörðum íslenskra króna og um 68% ávöxtun á ársgrundvelli.

Tekið skal fram að svokallaður pro forma-hagnaður Invik nam liðlega 500 milljónum sænskra króna á fyrsta fjórðungi í fyrra.

Rekstrartekjur Invik námu um 535 milljónum sænskra króna og jukust um 4% á milli ára.

Heildareignir námu um 33,5 milljörðum sænskra króna, þar af var hlutafé tæplega 6,1 milljarður en heildarskuldir um 27,6 milljarðar og var félagið með eignir í stýringu upp á um 34,5 milljarða sænkra króna.