Írar gengu að kjörborðinu í gær og kusu um hvort samþykkja ætti nýjan fjárlagasáttmála Evrópusambandsins. Um 60% þeirra sem kusu sögðu já við nýja sáttmálanum.

Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, sagði að Írar hefðu sent kröftugt skilaboð til umheimsins um að þeir væru staðfastir í því að ná sér upp úr efnahagsörðugleikunum.

Írland er eina landið í Evrópusambandinu sem hefur haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að samþykkja nýja fjárlagasáttmála Evrópusambandsins. Sáttmálinn er mjög víðtækur en hann gengur út á að aðildarríkin vinni saman að fjárlagagerð. Skorður verða settar á fjárlagahalla hvers ríkis en hann má ekki vera meira en 0,5% af vergi landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir að refsa megi þeim ríkjum sem brjóta gegn þessum sáttmála