Ísafoldarprentsmiðja ehf. hefur fest kaup á rekstri prentsmiðjunnar Think á Íslandi ehf. Í tilkynningu um kaupin segir að Think hafi vaxið hratt í stafrænni prentun síðastliðin ár.

Eftir sameininguna vinni um 80 starfsmenn hjá Ísafoldarprentsmiðju sem er orðin næststærsta prentsmiðja landsins.

Tilgangurinn er sagður vera aukið þjónustuframboð en nú geti prentsmiðjan boðið upp á blaðaprentun, heatset-prentun, arkaprentun og stafræna prentun.

Haft er eftir Kristþóri Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ísafoldarprentsmiðju, að ekki hafi verið spurning að ganga frá kaupunum þrátt fyrir erfitt árferði.