Isavia hefur sent kvörtun til Neytendastofu vegna Google Adwords auglýsingar bílastæðaþjónustunnar Base Parking við Keflavíkurflugvöll. Í erindi Isavia er meðal annars kvartað undan fullyrðingu Base Parking um að fyrirtækið bjóði lægsta daggjaldið en einnig er kvartað undan því að verðskrár á heimasíðu Base Parking séu villandi.

Að sögn forsvarsmanna Base Parking á kvörtun Isavia ekki við rök að styðjast. Fyrirtækið sé með lægsta daggjaldið á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og hljóti að mega auglýsa samkvæmt því. Ómar Þröstur Hjaltason er framkvæmdastjóri Base Parking.