Íslandsbanki hefur lokið áreiðanleikakönnun á Norse og voru niðurstöður fullnægjandi, segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Af því leiðir, að skilyrði um niðurstöður áreiðanleikakönnunar hefur verið uppfyllt.

Því undirritaði Íslandsbanki lokasamning í dag um kaup á öllum hlutum í Norse Securities ASA og Norse Kapitalforvaltning AS en kaupin bíða samþykkis norskra yfirvalda.

Íslandsbanki samþykkti að kaupa félögin á síðasta ári. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.