Ísland er dýrasta landið af 37 Evrópuríkjum í fimm af tólf vöru- og þjónustuflokkum, samkvæmt skýrslu Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Föt, skóbúnaður, heimilistæki, raftæki og flutningsþjónusta eru dýrust hérlendis.

Í skýrslunni segir að það að Ísland sé eyja geti útskýrt hvað landið er dýrt. Dýrast er í Noregi í þremur flokkum. Norðmenn eru með dýrustu veitingastaðina, dýrasta mat og drykki og dýrasta áfengið.

Við gerð rannsóknarinnar var miðað við verð síðasta árs. Síðan þá voru vörugjald af raftækjum felld niður hér á landi. Fjármálaráðherra lýsti því einnig yfir í síðasta mánuði að tollar á föt og skó yrðu afnumdir um næstu áramót, auk þess myndu allir tollar, nema á matvörum, falla niður í ársbyrjun 2017.

Því er líklegt að staða Íslands muni breytast mikið á listanum milli ára.