Sjávarklasalönd við Norður-Atlantshaf standa frammi fyrir svipuðum áskorunum og búa öll yfir einstakri þekkingu og reynslu sem gagnast enn betur ef þau auka samstarf sín á milli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Íslenska sjávarklasans um sjávarklasa við Norður-Atlantshaf.

Höfundur skýrslunnar er Vilhjálmur Jens Árnason og var markmiðið með vinnunni að kortleggja sjávarklasa á svæðinu og haftengda starfsemi í hverju landi fyrir sig.

Í skýrslunni segir að þjóðirnar hafi náð forystu á heimsvísu, hvert á sínu sviði; Íslendingar í sjávarútvegi og fisktækni, Norðmenn í laxeldi og olíuvinnslutækni og svo framvegis.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér .