Ísland er í tólfta sæti yfir þau lönd þar sem auðveldast er að stunda viðskipti, samkvæmt Doing Business 2015 skýrslu Alþjóðabankastofnananna (World Bank Group), sem var birt nú í morgun. Ísland fellur um niður eitt sæti í nýju skýrslunni.

Þetta er í tólfta skipti sem skýrslan kemur út. Í henni eru ellefu svið atvinnulífsins skoðuð, til að mynda hversu auðvelt er að stofna fyrirtæki, hversu erfitt er að fá byggingaleyfi, aðgengi að rafmagni, hvernig viðskiptum við önnur lönd er háttað, hvernig skattgreiðslur eru og hvernig aðgengi að lánsfé er. 189 hagkerfi eru skoðuð og ríkjum gefnar einkunnir fyrir hvern þátt.

Singapúr er í fyrsta sæti og Nýja Sjáland í öðru. Hong Kong vermir þriðja sætið og Danmörk er í því fjórða, efst Evrópuríkja. Noregur, Finnland og Svíþjóð eru öll fyrir ofan Ísland á listanum.