Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur rétt í þessu sigrað Austurríki. Staðan að lokum var 2-1 fyrir Íslandi. Það var Jón Daði Böðvarsson sem skoraði fyrsta markið á átjándu mínútu, Alessandro Schöpf skoraði svo fyrir Austurríki á sextugustu mínútu. Arnór Ingvi Traustason skoraði svo fyrir Ísland í uppbótartíma, á nítugustu og fjórðu mínútu.

Þetta þýðir að Ísland kemst í sextán liða úrslit. Þá munu Íslendingar mæta Englandi í Nice á mánudag í næstu viku. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er ótrúleg stemning á Stade de France fótboltavellinum í París.