Í samanburði á nýsköpunarvirkni fyrirtækja í ríkjum EES sem unnin er af framkvæmdastjórn ESB, kemur fram að Ísland er leiðandi í þróun nýsköpunar. Ísland stendur vel að vígi samkvæmt 13 mælikvörðum á sviði nýsköpunar frá 2002 til 2003. Í nýju fréttablaði Rannís kemur fram að Ísland er í 5 sæti ásamt Danmörku þegar skoðuð er nýsköpunarvirknin árið 2003.