Ísland og Slóvakía eru á meðal þeirra ríkja þar sem ferðamönnum fjölgar mest á þessu ári, segir á ferðavefnum etn .

Þar kemur fram að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað um 30% á Íslandi á öðrum fjórðungi ársins en 20% í Slóvakíu. Vefurinn vísar í tölur Ferðamálaráðs Evrópu máli sínu til stuðning.

Segir vefurinn að fjöldi ferðamanni hafi aukist mest á litlum svæðum eins og á Balkanskaganum og í Austur Evrópu. Þannig hafi ferðamönnum fjölgað um 9% í Montenegro, Lettlandi og Króatíu. Jafnframt hafi þeim fjölgað um 7% í Ungverjalandi og Póllandi.

Þá rifjar vefurinn upp að Lonely Planet hafi valið Ísland, einkum norðurhluta Íslands, sem einn aðalstaðinn til að sækja heim í ár.