Samstarfsvettvangur hins íslenska jarðvarmaklasa var formlega kynntur í dag. Íslandsbanki er einn af stofnaðilum ásamt helstu jarðhitafyrirtækjum landsins og öðrum fyrirtækjum og hagsmunaaðilum og hefur setu í svo nefndu fagráði klasans. Þetta kemur fram í frétt Íslandsbanka.

© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Markmið með klasasamstarfinu er að bæta samkeppnishæfni jarðhitafyrirtækja og þar af leiðandi Íslands, auka verðmæti afurða og þjónustu, efla núverandi fyrirtæki og stuðla að nýsköpun og stofnun nýrra fyrirtækja, laða að innlenda og erlenda fjárfesta og stuðla að útflutningi í jarðhita.

Þátttaka Íslandsbanka í jarðvarmaklasanum er einn liður í stuðningi bankans við jarðvarmaiðnað á Íslandi. Innan bankans starfar sérfræðingahópur sem samanstendur af starfsfólki með áralanga reynslu í fjármálageiranum  og orkumálum.  Íslandsbanki gefur reglulega út skýrslur og greiningarefni um jarðhitamarkaðinn og setti nýlega á laggirnar upplýsingaveitu þar sem mögulegt er að fylgjast með þróun í jarðhitaiðnaði á heimsvísu.