Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,27% í dag og er 6.288,57 stig.

Íslandsbanki heldur áfram að lækka, og lækkaði um 0,52%. Bankinn birti ársuppgjör sitt í gær, sem var verulega undir væntingum greiningaraðila.

Þrjú fyrirtæki hafa hækkað. Kaupþing hefur hækkað mest, eða um 1,46%, því næst hefur Atlantic Petroleum hækkað um 0,99% og Marel um 0,14%.

Flaga Group lækkaði mest, eða um 2,74%, Actavis Group lækkaði um 0,74% og Bakkavör Group um 0,73%