Íslandsbanki á 12 eignarhluti í félögum í óskyldum rekstri sem eru á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu (FME). Hann leitast við að selja þá.

Fram kemur í upplýsingum frá Íslandsbanka að á meðal félaganna eru Atorka, sem er í slitameðferð, HTO sem verið er að selja og hlutur í N1, sem er að fara á markað. Þá á Íslandsbanki flugfélagið Bláfugl. Félagið hefur verið í sölumeðferð síðustu misserin. Ekki hefur tekist að selja félagið.

Þá eru átta félög sem eru erlend eða eiga einungis erlendar eignir og eru með enga eða takmarkaða starfsemi. Félögin eru Manston Properties Ltd, Lava capital Ltd., Lava Capital ehf., HHÖ Holding A/S, Geysir General Partner ehf., Geysir Green Investment Fund slhf., GREF hf. og IG Invest.

Til viðbótar við þetta á Íslandsbanki eignarhluti í nokkrum félögum sem tengjast fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra eða yfirtöku bankans á Byr. Eignarhlutir sem bankinn eignast eru seldir eins og kostur er en stærstu eignir bankans eru nú. Þar á meðal eru 2% hlutur í Icelandair, 27,5% hlutur í Íslenskum verðbréfum, 5,8% hlutur í Reitum, 9,3% hlutur í Sjóvá og 5,6% hlutur í Eik fasteignafélagi.