Á aðalmarkaði Kauphallarinnar var Íslandsbanki með mestu hlutdeildina, 30,4%, í janúar samkvæmt upplýsingum Kauphallar Íslands. Velta Íslandsbanka var til samanburðar 16,2% á síðasta ári. Landsbankinn var með 24,9% (27,7% á síðasta ári) og Saga Fjárfestingarbanki með 12,6% (26,4% á síðasta ári).

Á skuldabréfamarkaði var MP Banki með mestu hlutdeildina 25,5% (28,5% á síðasta ári), Landsbankinn með 22,9% (18,8% á síðasta ári) og Íslandsbanki með 23,3% (22,7% á árinu).