Íslandsbanki segir í verðbólguspá sinni að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1% í október frá septembermánuði.

Ef spá Íslandsbanka gengur eftir mun verðbólga á ársgrunvelli verða 1,9%. Verðbólga verður þ.a.l. ennþá undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands sem er 2,5%.

Íslandsbanki telur að verðbólgan verði rétt undir markmiði Seðlabankans í árslok (2,4%) og fari síðan hækkandi eftir áramót.