Kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið FPI Limited greindi frá því í dag að félagið hefði keypt fyrirtækið The Seafood Company Limited sem sérhæfir sig í innflutningi, vinnslu og dreifingu á kældum og frosnum skelfisk fyrir breskan smásölumarkað. Kaupin eru upp á 18,3 milljónir punda eða ríflega tvo milljarða króna. Það er Íslandsbanki sem sér um fjármögnun kaupanna.

Starfsmenn Íslandsbanka, bæði af fyrirtækja- og lánasviði bankans, störfuðu náið með stjórnendum FPI við að koma sér fyrir á breska markaðinum. Í fréttatilkynningu frá bankanum er haft eftir Tim Owen, yfirmanni fyrirtækjasviðs bankans í London, að sérstök ánægja ríki innan bankans með samninginn sem sýni vel hvers bankinn er megnugur.