Fjögur nýsköpunarfyrirtæki hafa fengu styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Þetta er annað skiptið á árinu sem veittir eru styrkir úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur úthlutað 17 milljónum til níu verkefna á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Fyrirtækin eru Valorka, Klappir, Marsýn og hugbúnaður til aðgreiningar síldarstofna. Alls voru veittir fjórir styrkir og skipta styrkþegar átta milljónum á milli sín

Sjóður Íslandsbanka styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Alls bárust sjóðnum 20 umsóknir um styrki.

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka var stofnaður fyrir fimm árum en bankinn lagði til 10 milljónir króna í stofnfé sjóðsins. Einnig leggur bankinn 0,1% af vöxtum Vaxtasprota, sem er einn af sparnaðarreikningum bankans, inn á reikning Frumkvöðlasjóðsins. Staða sjóðsins er sterk og hefur honum vaxið fiskur um hrygg á þeim fimm árum sem liðin eru frá því hann var stofnaður.

Á myndinni má sjá Hólmfríður Einarsdóttir, stjórnarmaður í Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, Sigurður Guðmundsson frá Marsýn,  Steinunn H. Jónsdóttir og Þorsteinn Jónsson frá Klöppum ehf., Valdimar Össurarson, frá Valorku, Lísa Anna Libungan og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.