Íslandspóstur hefur á síðustu árum lokað mörgum afgreiðslustöðvum sínum á landsbyggðinni, eða þeim stöðvum sem töldust óarðbærar. Á sama tíma hefur verið byggt upp á þeim stöðum sem teljast arðbærir, en samkvæmt þeim gögnum og upplýsingum sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum teljast þeir fyrst og fremst arðbærir vegna aukinna umsvifa á þeim hluta sem rekinn er í samkeppni við einkaaðila.

Með öðrum orðum gengur vel þar sem umsvifin eru mikil í samkeppnishlutanum og þar á uppbygging fyrirtækisins sér helst stað.

Á aðalfundi Íslandspósts, sem haldinn var fyrr á þessu ári, kom fram að fyrirtækið væri komið í lausafjárvanda. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins má að mestu leyti rekja þann vanda til mikilla fjárfestinga fyrirtækisins í uppbyggingu á þeim hluta fyrirtækisins sem rekinn er í samkeppni við einkaaðila.

Nánar er fjallað um starfsemi og uppbygginu Íslandspósts síðustu ár í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.