Íslandspóstu var einn af styrktaraðilum átaksins Karlar og krabbamein, sem Krabbameinsfélag Íslands stóð fyrir. Átakið stóð yfir frá 7. mars til 21. mars. Opnaður var vefur átaksins og bæklingi var dreift á öll heimili í landinu þar sem fyrstu einkennum krabbameins er lýst.

Framlag Íslandspósts til Krabbameinsfélagsins var alls 2,4 milljónir króna.